Heimasíða FC Hjörleifs: nóvember 2007

mánudagur, nóvember 26, 2007

Æfingaleikir á Fram-velli og æfing á morgun!

Daginn,

Sveinn Rafn er að gera góða hluti sem æfingaleikjamálaráðherra FC Hjörleifs sbr.

"Já, ég gleymdi að segja ykkur það að ég bókaði Fram - gervigrasið fyrir æfingaleiki eftir áramót. Ég pantaði það á sunnudögum frá 18.00 - 19.30 og kostar það 12.000 kall í hvert skipti. Það er svona 500 kall á mann í hvern leik ef hitt liðið borgar á móti okkur. Hvernig lýst ykkur síðan á tímann, er hann að virka, smá umræðu um það takk, ef hann er ekki að virka vel þá verðum við að cancella og finna nýjan.
Kveðja Rabbi "

Endilega tjáið ykkur um það.

Mæta ekki allir á æfingu á morgunn (þri. 27. nóv.´07) kl. 22?

Kv., Hafliði.

mánudagur, nóvember 19, 2007

Æfing þri. 20. nóv. kl. 22:00

Það hafa ekki fleiri borgað frá síðasta pósti, endilega drífið í því sem fyrst.
Hverjir mæta á æfingu?

Kv., Hafliði.

fimmtudagur, nóvember 15, 2007

20,5 leikmenn að meðaltali á æfingu!

Sælir,

snilldar byrjun hjá okkur, 19 á fyrstu æfingunni og 22 á annarri. Vonandi heldur þetta svona áfram.

Björn Reynisson, Úlfur Einarsson, Ólafur Örn Ólafsson, Baldvin Örn Ólafsson, Egill Tómasson, Sveinn Rafn Eiðsson, Valgeir Einarsson Mantyla, Andri Vilbergsson, Eiríkur Gunnar Helgason, Konráð Garðar Guðlaugsson og Hafliði Gunnar Guðlaugsson.

11 hausar hafa greitt samtals kr. 44.000- Þeir sem eiga eftir að greiða gerið það sem allra fyrst, sjá má reikningsnúmer og kennitölu hér á síðunni.

Eiki er ekki að standa sig í lokahófsplönum og ég hef ekkert heyrt enn frá Rabba með tíma fyrir æfingaleiki. En þetta eru pungmiklirmenn svo ég hef ekki trú á öðru en þeir klári þetta bráðlega.

Kv., Hafliði.

mánudagur, nóvember 05, 2007

HerraKvöld Þróttar

Já strákar, vildi skjóta hér inn þessu skemmtilega kvöldi á Föstudaginn næstkomandi eða 9.nóvember verður Herrakvöld Þróttar. Húsið opnar 19.00 og hægt að kaupa sér bjór og vínflöskur og fleira væntanlega. En miðinn er á 4800.kr og verður boðið uppá 2.rétta kvöldverð með frábærri dagskrá.

Veislustjóri verður Auðunn Blöndal (hver verður tekinn?)

Ræðumaður Dagur B. Eggerts (No comment)

Happdrætti - Málverkauppboð - Og hinir víðfrægu Reynisstaðabræður m/ skemmtiatriði.

Um að gera kanske að sameina lokahófið hjá okkur og skella okkur saman á Herrakvöldið og svo hittast hjá einhverjum eftir á og svo á djammið.

En ef þið viljið kaupa miða, verið fljótir að hafa samband við Ella í 6945923 því aðeins 160 miðar eru í boði og fara þeir væntanlega að verða uppseldir fyrr en seinna.

Sé ykkur á æfingu annaðkvöld kl.22.00 í Kórnum.

Kv. Valli sr. 6980245