Heimasíða FC Hjörleifs: ágúst 2007

fimmtudagur, ágúst 30, 2007

Æfing

Sælir,

þurfum ekkert að ræða leikinn í gær, við skitum uppá bak og í lokin vorum við farnir að klína því framan í okkur.

Anyways það lítur ekkert út fyrir æfingu í kvöld þannig hun er off fyrir kvöldið.

mánudagur, ágúst 27, 2007

Stórleikur á morgun á ásvöllum

Leikur við TLC á ásvöllum á morgun þriðjudag. Ég er búinn að gera smá research sem má sjá hér.

Mæting 18:45 á ásvelli. Þetta er mikilvægasti leikurinn okkar í sumar.

Hverjir mæta?

miðvikudagur, ágúst 22, 2007

Leikir + Æfing

Elliði 4 - 1 Geirfuglar
Dufþakur 1-2 Puma
Vængir Júpiters 6 - 2 TLC
Vatnaliljur 2-3 Pungmennafélagið Gulla

Hjörleifur 6 - 1 Kóngarnir:

Jæja, það var svo sem alveg formsatriði að klára þennan leik eftir útreið Kóngana í síðasta leik og voru Kóngarnir bara með nokkuð sprækt lið. Við byrjuðum kæruleysislega og Kóngarnir fengu dauðafæri strax á upphafsmínútu eftir aukaspyrnu og fengu frían skalla en Óli bjargaði vel. Liðið var dauft og vantaði einhvern neista, en eftir loks gott spil á 8.mín fór boltinn í hönd Kónganna og vítaspyrna dæmd. Höddi tók hana og skoraði örugglega og allt í einu neistinn kominn og 5.mín seinna þá kom góð sókn upp vinstri og BjarniG. sendi fyrir út á teig og Hafliði var þar pollrólegur og settann! Dómarinn dæmdi svo vítaspyrnu á okkur fyrir hendi, og Óli var nokkuð nálægt að verja en þeir skoruðu. Í seinni hálfleik var allt annað sjá leik okkar, boltinn rúllaði vel og menn að pressa rétt. Óli fékk nánast ekkert að gera í seinni hálfleik. Jói settann á laglegan hátt yfir markvörð Kóngana. Stuttu seinna fengum við víti, Bassi tók hana en markmaður Kóngana varði vel og þannig 2 vítaspyrnur farnar í súginn á tímabilinu. Vörnin var solid og miðjan tók öll völd undir lok leiksins og Jón Karls settann eftir að hafa platað varnarmenn illa, Hafliði kom inn á og settann aftur laglega eftir gott spil. Eiki skoraði svo en það mark var dæmt af, rangur dómur þar. En Eiki skoraði svo eftir að hornspyrna var tekin stutt og augljóslega var skotið í hendi eins varnarmanns Kóngana en Eiki tók frákastið með bakfallsspyrnu og staðan orðin 6-1. Ágætisleikur en verðum að hætta að detta niður um nokkur level þegar við spilum á móti lélegri mótherjum.

Óli 8, öruggur - Bassi 6 klúðraði víti - Valli 7 - Konni 7 - ÓliÖ 7.
Rabbi 6 - Höddi 7 - Hafliði 8 - Bjarni 7 - Eiki 8 - Balli 6
Subs: Egill 7 - Valli junior 7 - Jói 8 - Jón Karls 7 - Úlli 7 - BjarniÁ 6 - Freymar 6.

Æfing kl. 20.30 í Laugardal á fimmtudagskvöld. Úrslitaleikur í næstu umferð á móti TLC, láta vita með mætingu.

mánudagur, ágúst 20, 2007

Leikur á morgun á ásvöllum

Sælir leikur á morgun þriðjudag 21.ágúst á móti kóngunum á ásvöllum. mæting 20:15

hér eru úrslitin þeirra

10. Jún. 19:30 - Kóngarnir 1 - 4 TLC
19. Jún. 19:30 - Geirfuglar 2 - 3 Kóngarnir
24. Jún. 21:00 - Kóngarnir 7 - 1 Pungmennafélagið Gulla
05. Júl. 19:00 - Dinamo Gym 80 0 - 3 Kóngarnir
22. Júl. 18:00 - Kóngarnir 0 - 1 Vatnaliljur
29. Júl. 19:30 - Elliði 4 - 2 Kóngarnir
13. Ág. 19:30 - Kóngarnir 0 - 17 Vængir Júpiters

Hverjir mæta?

fimmtudagur, ágúst 16, 2007

Æfing

Æfing í kvöld kl: 20:30 í laugardalnum

ætlar þú að mæta?

kv, Balli

sunnudagur, ágúst 12, 2007

Leikur á morgun

ATHUGIÐ MÆTING 20:15

Leikur á morgun 13. Ág. 21:00 - Puma-Hjörleifur HK-völlur (A) MÆTING 20:15 Þetta er í fagralundi kópavogi ekki rétt hjá mer? Gott ef einhver kemur með leiðarvísir í comments fyrir þá sem vita ekki hvar þetta er.

Allir að skrá sig sem sjá sér fært að mæta svo ég þurfi ekki að eyða morgundeginum í að hringja í alla.

Kv, BAlli

fimmtudagur, ágúst 09, 2007

Enski boltinn

Sælir,

Góð æfing að baki þar sem við mættum 10 og náðum loks að spila almennilegan bolta, Bassi gerði tilkall til framherjastöðunnar á tímabili og Kolbeinn Kafteinn gæti orðið næsti heimsklassa markmaður.

Enski boltinn byrjar á laugardaginn og hefur sú hugmynd komið upp að taka móralskan á þetta og horfa á hann saman. Þar sem væntanlega allir barir verða yfirfullir hefur Hafliði boðið cribbið sitt til notkunar.

Hvernig taka menn í þetta?

adios ballos

miðvikudagur, ágúst 08, 2007

Æfing

Sælir,

well dottnir útúr bikarnum þannig að hann verður ekki tekinn þetta árið allavega. Nenni varla að skrifa um leikinn.

Nú er bara að hysja upp um sig brækurnar og klára deildina. Það verður metmæting á æfingu á fimmtudaginn klukkan 20:30 og vill ég sjá að menn mæti og haldi áfram að mæta út tímabilið þannig við getum klárað þetta með stæl.

Ef það er enginn áhugi fyrir liðinu þá láta vita af því þannig maður sé ekki eins hálfviti að hringja í menn og reyna að draga þá í leiki. Hópurinn okkar samanstendur af þessum leikmönnum hér
Þannig við ættum að geta náð þokkalegri mætingu miðað við hópinn.

Um leið og við erum farnir að fá þokkalega mætingu á æfingar þá getum við rætt um að færa okkur á nýtt gras til að æfa á.

Anyways ég mæti á fimmtudaginn kl: 20:30 í laugardalinn og vænti þess að sjá sem flesta

ps. næsti leikur er á mánudaginn kl:21 á hk velli

mánudagur, ágúst 06, 2007

Bikarinn á morgun þriðjudag-UPPFÆRT

ATHUGIÐ AÐ LEIKURINN ER FÆRÐUR Á TUNGUBAKKA ENDURTEK TUNGUBAKKA ALLIR AÐ LÁTA ALLA VITA FLAUTAÐUR Á KLUKKAN 19:00 MÆTING 18:15

Sælir,

BIkarleikur á morgun á móti vængjunum. Leikurinn verur flautaður á klukkan 19:00 á

Mæting 18:15 og við skulum reyna að mæta tímanlega svo við getum fyllt út skýrsluna og náð góðri upphitun saman......er haggi?

Anyways, ég mæti, óli bró, óli erling(markmaður), rabbi, jón k, eiki, valli, bjarni g, finnur væntanlega. Höddi verður ekki með þar sem hann er á hestbaki.

Hverjir fleiri ætla að láta sjá sig?