Heimasíða FC Hjörleifs: mars 2005

fimmtudagur, mars 31, 2005

Mál málanna

Sælir piltar. Ég tel mig knúinn til að svara "opnun" Hafliða á þessari umræðu.

Hafliði talar um "vald" Vignis og Balla til að láta menn fara. Höfum það skýrt að hvorki ég, Balli né nokkur annar getum sparkað mönnum. Þetta er lið og við tökum saman ákvarðanir sem þessar. Því verður úr þessi "netkosning".

En allir leikmenn ættu að vita hvernig málin standa. Staðreyndin er sú að á þriðjudag hittust ég, Eiki og Balli og ræddum málin fyrir sumarið og reyndum að komast til botns í því af hverju það eru aðeins 8-9 menn sem hafa fastan hug á því að spila með okkur í sumar og af hverju ekki nema sex leikmenn hafa greitt æfingagjaldið nú þegar 13 dagar eru í að við þurfum að borga þáttökugjaldið.

Það er ekkert launungarmál að heyrst hafa óánægjuraddir í garð Hafliða frá öllum fjórum "104-gengjunum" sem kjarni Hjörleifs er gerður úr. Framkoma hans innan vallar hefur á köflum verið ansi tæp og hann veit það best sjálfur. Þá hefur framkoman utanvallar verið nokkuð áberandi upp á síðkastið; skemmst er að minnast uppákomunnar í innanhúsmótinu þar sem mikill hiti var og metnaðarleysisins sem fólst í því að mæta ekki í æfingaleik á sama tíma og landsliðið spilaði.

Hver svosem skoðun einstakra leikmanna er þá var einn megintilgangur þessa "fundar" að komast að því af hverju þetta stemningsleysi í kringum liðið stafaði. Tíminn þar sem menn mættu með bjór í klefann fyrir leiki og djókuðu saman er löngu liðin tíð og eg ég tala fyrir sjálfan mig þá hefur tilhlökkunin og gleðin við það að spila fyrir Hjörleif farið minnkandi. Hafa nokkrir aðrir leikmenn liðsins sagt mér að þeir séu sama sinnis. Hvet ég á þá sem segja annað að hefja sig til máls á spjallþræði þessa pistils og mótmæla. En eftir stendur allavega að mér, og fleiri sem tengjast mér, finnst ekki jafngaman að spila leiki og meira að segja hafa helstu stuðningsmenn liðsins haft þetta líka á orði við mig.


Af hverju er það svo? Sú spurning var í raun yfirskrift þessarar fundar okkar þriggja sem - ásamt Hafliða ? höfum verið í ?stjórnunarstörfum? fyrir Hjörleif undanfarin ár. Þar sem ein mögulega skýringin var sú að metnaður Hafliða gagnvart utandeildarbolta væri óraunhæfur var hann ekki boðaður á þennan fund ?yfirmannana?.

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra og dæmi nú hver sem vill. Mér sýnist sem svo að Hafliði sé að falla í þá gryfju að taka þetta persónulega gagnvart mér og Balla. Allavega les ég það af þeim tóni sem blasir við í pistli Hafliða. Það finnst mér miður.

Staðreyndin er sú að Hafliði hefur verið ein helsta driffjöðurinn í því að búa til æfingaleiki og æfingar, séð um fjármálin og gert margt gott fyrir Hjörleif. Það er gott mál að gera svona lauslega netkönnun þar sem einhver niðurstaða gæti fengist. Ég skora á menn til að koma fram undir nafni og segja sitt álit.

Mitt álit er á þann veg að ég vill að það verði gaman að spila fyrir Hjörleif og að við getum fengið nýja menn í liðið. Ef að eina leiðin til að fá því fram er sú að Hafliði stígi út, þá skora ég á hann að hætta. Það rekur hann enginn. Óánægja með Hafliða er enginn orðrómur, hann er staðreynd. Ef að menn komast að þeirri niðurstöðu að hægt sé að halda uppi góðri stemningu og gleði þrátt fyrir að óánægja sé á milli einstakra leikmanna þá er þess virði að láta á það reyna og Hafliði heldur áfram. Ég hef bara ekki trú á því að það muni gerast.

Hver svosem niðurstaðan í þessu máli verður liggur hún mest í höndum Hafliða sjálfum. Ef hann tekur þá ákvörðun að stíga út ef grundvöllur þykir fyrir þá verður hann meiri maður fyrir vikið. Með því að spila áfram í óþökk annara leikmanna er hann að skjóta sig í fótinn og skemma fyrir liðinu. Ég tel mig þekkja Hafliða nægilega vel til að vita að það vill hann síst gera.

Endilega allir að tjá sig um þetta mál. Og lesa pistilinn frá Hafliða hér fyrir neðan.
Kv, Vignir.

Skilaboð frá Hafliða

Sælir.

Ég fékk þau skilaboð frá Vigni að"bróðurpartur"liðsins teldi best að ég myndi hætta í liðinu en hann vildi ekki segja mér hverjir það eru. Hér með býðst ég til að hætta. Þeir sem ekki eru sáttir við það, sem sagt vilja hafa mig áfram, endilega tjá sig og vona ég að hinir sem telja best að ég fari geri það líka. Ég get ekki sagt að ég hafi orðið var við mikla óánægju í minn garð þessi 2 síson sem ég hef spilað en auðvitað rífast menn stundum í þessu liði eins og öðrum.

Ég er alls ekki að reyna að splundra liðinu með einhverri kosningu heldur finnst mér bara ekki rétt að Vignir og Balli hafi vald til að "láta neinn fara", þó ég telji mig vita að þeir hafi fleiri með sér í því. Því ákvað ég í samráði við Vigni að gera þetta svona.

Ég vona að menn taki við sér og tjái sig. En hér með er ég hættur og vill þakka fyrir 2 góð sumur.

Kv. Hafliði

þriðjudagur, mars 22, 2005

2 æfingaleikir

Sælir,

ég bókaði leik gegn Marshall á laugardag kl.17 á framvellinum. Engin búningsaðstaða! Að sjálfsögðu á að koma með kr.500-. Hverjir eru til?

Svo er eitthvað verið að spá í leik á fimmtudags-morgun (skírdag). Snemma um morguninn (sjá síðasta post).

Skrá sig!!!!

HGG

laugardagur, mars 19, 2005

Æfingaleiksboð á skírdag

FC Fame eru að bjóða okkur leik á skírdag ef við viljum, ekki búið að redda velli ennþá en það ætti að vera töluvert af laustum völlum á þessum degi. Hvað segja menn með það?

Hafliði

mánudagur, mars 14, 2005

Mót fyrir utandeildalið í Fífunni um næstu helgi

HK heldur knattspyrnumót, sem ætlað er utandeildaliðum, í Fífunni í Kópavogi sunnudaginn 20. mars. Leikið er í 7 manna liðum á hálfum velli en spilað er á stór mörk og eftir almennum utanhússreglum. HK hélt fyrr í vetur sambærilegt mót fyrir lið í deildakeppninni, með þátttöku liða úr 1., 2. og 3. deild, sem heppnaðist mjög vel.
Pláss er fyrir 16-20 lið en leikið verður í fjórum riðlum þar sem tvö lið úr hverjum riðli komast áfram í 8-liða úrslit, og eftir það er leikið með útsláttarfyrirkomulagi. Mótið hefst kl. 10.00 og verða tveir riðlar leiknir þá en hinir tveir hefjast um kl. 12.30. Úrslitakeppni hefst um kl. 15 og mótinu er lokið fyrir kl. 17. Leiktími verður á bilinu 1x15 til 1x18 mínútur og ræðst endanlega af fjölda liða. Miðað er við 1x18 mínútur ef þátttökulið eru 16 (fjögur lið í riðli) en 1x15 mínútur ef þátttökulið eru 20 (fimm lið í riðli).
Verðlaun eru veitt fyrir þrjú efstu sætin. Þátttökugjald er 18.000 krónur á lið og skal lagt inn á reikning 1135-26-365, kt. 630981-0269, í síðasta lagi fimmtudaginn 17. mars. Þátttaka tilkynnist til Víðis á netfangið vs@mbl.is eða í síma 898-8009, og þar eru jafnframt veittar nánari upplýsingar.

Hvað segja menn? Er einhver áhugi fyrir þessu?

Æfingagjöld - lokarukkun

Eins og staðan er núna þá er undirritaður sá eini sem hefur borgað æfingagjaldið.

Þetta er mín síðasta tilraun til að rukka þetta, ef einhver vill taka að sér að senda út sms-in eða að reyna að rukka þá er það fínt en ég hef ekki tíma til að elta þetta eins og í fyrra. Menn verða bara að taka ábyrgð.

Svo að ef ekki verður komin nægur peningur inná reikninginn á miðvikudag, eftir 2 daga, þá verðum við einfaldlega ekki með.

Reikningsnúmer: 0515-14-607195 Kennitala: 070781-3529 og muna að taka fram hver greiðir. Æfingagjaldið er kr. 5.000 fyrir 16.mars kr. 5.000 fyrir 10.apríl alls. 10.000.

ps. svo eru einstaka menn Dagur og Ásgeir sem skulda enn 10.000 síðan í fyrra.

sunnudagur, mars 13, 2005

FC Hjörleifur 7 - 2 FC Ice

Fyrsti leikur ársins búin, fór fram í skítakulda og viðbjóði uppí Árbæ. Held að það sé óhætt að segja að það hafi sést vel að þetta var fyrsti leikurinn okkar í langan tíma formið og spilið ekki alveg að gera sig. Gísli og Kiddi skrópuðu og legg ég til að þeir verði drepnir.
Vantaði Gústa, Andra, Ragga, Árna og vonandi Ara, þannig að mínu viti þurfum við að redda meiri mannskap fyrir sumarið. Það virðist ekki ætla að takast að fá Gauta, Bjarni er spurning enn Gunni ætlar að spila með okkur og ég held að hann eigi eftir að verða með bestu mönnum deildarinnar í sumar þannig að það er mjög gott mál.
Mörkin skoruðu: Balli 3, Atli, Gunni, Úlli og sjálfsmark.

Gaman af því ef menn myndu kjósa mann leiksins eftir hvern leik, mitt atkvæði fá Gunni og Balli.

fimmtudagur, mars 10, 2005

Æfingaleikur á sunnudag. Boðið þátttöku!!!!

Sælir,

leikur á sunnudag við FC Ice, mæting kl.19:00 á nýja Fylkis-gervigrasið. Leikmenn beðnir um að hafa meðferðis kr.500-.

Legg ég til að þeir sem ekki bóka sig á netinu eða fá einhvern annan til að bóka sig fái ekki að vera með. Ef einhver vill taka að sér að senda sms-in þá er það velkomið.

Einnig minni ég á æfingagjöldin, sjá að neðan.

Kv.Hafliði

mánudagur, mars 07, 2005

Hverjir ætla að vera með?

Skrá sig...

föstudagur, mars 04, 2005

Vilt þú gerast fréttaritari FC Hjörleifs

Já kæru lesendur, þar sem ég hef sagt skilið við FC Hjörleif datt mér í hug að einhver ykkar hefði áhuga á að halda þessari síðu á lífi. Ef einhver hefur áhuga getur sá/sú/þeir aðili/ar sent mér tölvupóst á audunn@internet.is og þá get ég skráð þig fyrir síðunni. Auðunn kveður.