Heimasíða FC Hjörleifs: júní 2007

miðvikudagur, júní 27, 2007

Keppnisgjald og næstu leikir.

Hjörleifur vs Elliði 1-3

Jæja strákar, fyrsti og síðasti tapleikur gerdist nuna á sunnudag. Tek á mig fyrir að skipta mönnum of mikið inná þegar leikurinn var í járnum þó svo við höfðum stjórn á honum. En getum sagt bara að þetta var ekki okkar leikur að þessu sinni. Samt fín barátta í mönnum og við áttum fyrri hálfleik og mötuðum Gauta og Balla vel en Óli settann eftir góda fyrirgjöf frá hægri, man ekki hver átti sendinguna, komment! En Elliði jafnaði rétt fyrir hálfleik eftir aukaspyrnu rett fyrir utan teig, verdum að passa okkur á þessu strákar, brjota ekki fyrir utan! En Svo var seinnihálfleikur bara rugl og þýðir ekkert að tala um hann, áttum nokkur góð færi en svona er þetta.

Keppnisgjald: Þessir hafa borgað keppnisgjaldið: Kolli, Úlfur, Jón Sk., BjarniG., Finnur, Valli og Bassi. Þetta er nátturulega bara örfáir og við þurfum að borga keppnissgjaldið á mánudaginn 2.júlí. sem er 85.000kr. Þeir sem ætla sér að vera með þurfa að borga sem fyrst, og muna ef konan ykkar borgar, þá að láta vita annaðhvort í komment herna niðri eða í bankanum fyrir hvern það er, ok. Þeir sem borga ekki eigi síður á mánudag, verða ekki með í næsta leik. Gjaldið er 7000.kr á alla.

Valgarður Finnbogason KT:150581-4519 - Reikn.Nr: 0301-13-110193

Næsti leikur: Hjörleifur vs V.Júpíters 8.júlí kl.19.30 Mæting 18.30 Ásvellir
Alger Derby leikur og einn mikilvægasti leikurinn okkar, ekki bara uppá úrslitakeppnina líka að þetta eru ríkjandi meistarar og við tókum þá í bikarnum í fyrra og gerdum jafntefli í deildinni. En þeir verða væntanlega með sitt sterkasta lið og við líka svo þetta er hörkuleikur á milli 104+105 og 112 hverfanna. Koma svo og taka því rólega kvöldið áður.

Annars er engin mæting á Þriðjudagskvöld kl.21. eigum við að breyta æfingatímanum, get fengið fimmudagskvöld milli 20-21 ef áhugi er fyrir hendi?? Kommentið endilega sem mest strákar.

kv. #5 + #10

þriðjudagur, júní 19, 2007

Leikur Kvöldsins vs Vatnaliljum 3-1

Já strákar, Hjörleifur unnu Vatnaliljurnar í kvöld með þremur mörkum gegn einu. Leikurinn byrjaði jafn en eftir hæga byrjun þá fórum við að stjórna miðjunni og þeir byrjuðu að pakka og reyna á skyndisóknir sem hentaði okkur illa. En við sýndum þrautseigju og unnum vel að fyrsta markinu þar sem boltinn fékk að rúlla og Balli skoraði að stakri snilld. Stuttu eftir þá skoraði Balli aftur með frábærum skalla eftir aukaspyrnu frá Jóa en dómarinn dæmdi það af vegna rangstöðu, rangur dómur en svona er þetta. Leikur okkar var ekki fallegur á kafla en svo ákvað Finnskí að fegra leikinn aðeins með skoti af 25m færi eftir að hafa leikið framhjá 3 leikmönnum VL og boltinn söng í þaknetinu, óverjandi fyrir markvörð VL. 2-0 í hálfleik.
Seinni hálfleikur var svo sem ágætur, ágætis spil og boltinn hélst meira á jörðinni heldur en í þeim fyrri og fengum úrvalsfæri en nýttum þau ekki. Eftir mistök í vörninn þá fengu VL skyndisókn sem endaði með marki, vel nýtt hjá VL og gott mark. Við urðum fyrir smá pressu og en náðum að ráða hraða leiksins það sem eftir var og eftir gott samspil þá kláraði Gauti þetta fyrir okkur með úrvals finish!! En það mátti sjá mun á liðinu, BjarniG. kom inn sterkur og JónKarls kom með aukinn hraða fram sem á eftir að nýtast okkur. Höddi og Hafliði voru sterkir á miðjunni sem og Finnur var eðall á kantinum og Rabbi+Jói voru liprir í ballett skónum sínum. Balli sýndi hvað elding þýðir og Gauti var duglegur frammi. Vörnin stóð sína plikt en ákveðin stöðugleiki kom í vörnina þegar Konni sýndi sig.

Svo bara æfing á morgun kl.21. Þessir mæta ekki:Höddi-Gauti(AIR tónleikar) Hafliði og fl??

Ég skal svo tala við Formann Þróttar, greinilega enginn inn í dómaramálum og kanske bara of busy til að redda okkur ódýrari æfingatíma á vellinum en þá þurfa menn líka gjöra svo vel að borga æfinga og keppnisgjald, förum að taka hart á þessum málum í næstu leikjum, annars spila menn ekkert og hananú, þetta er nú ekki ókeypis!

Næstu leikir: Stutt í næsta leik strákar

Sunnudagurinn 24.6.2007
Hjörleifur vs Elliði Fram-völlur 19.30 - Mæting 18.45

Sunnudagur 8.7.2007
Vængir Júpíters vs Hjörleifur Ásvellir 19.30 Mæting 18.45

Sitjum í 5.umferð. Kannski bikar í millitíð??

Sunnudagurinn 29.7.2007
Hjörleifur vs Dufþakur Tungubakkar 19.00 Mæting 18.15

Svo bara hörkuleikur á móti Elliða á sunndaginn strákar svo takið því rólega á Laugardag, notið Föstudaginn til að taka almennilega á því!

Hver var svo maður leiksins? Kommenta svo!

sunnudagur, júní 10, 2007

Góður Sigur

Fc-Hjörleifur vs Dinamo Gym80 3-1 (Valli m/skalla - Freymar m/volley - Balli m/skalla)

Já, Fc-Hjörleifur spilaði fantafínan bolta í kvöld, fyrri hálfleikur var hinn fínasti en við sköpuðum urmull af færum en ekkert fór inn. Hafliði fékk nokkur góð færi og Rabbi og Finnski voru með eitraðar fyrigjafir af köntunum og Höddi+Hafliði áttu miðjuna. En fyrsta markið kom eftir aukaspyrnu, Finnur sendi fyrir og Valli skallaði í fjærhornið rétt fyrir leikhlé. Seinni hálfleikur vorum við soldið værukærir og Dinamo hefdu getað refsad okkur en Helgi.Sk stóð vaktina með sóma í markinu. Eftir að Dinamo fékk rautt þá refsuðum við Dinamo illilega og Freymar skoraði flott mark með góðu skoti í vítateig eftir hornspyrnu og Finnur lagði upp 3 með klassa fyrirgjöf frá vinstri eftir snarpa sókn og Balli sett´ann eins og honum er einum lagið með skalla, svona Nistelrooy mark! Fengum fullt af færum en orðnir þreyttir i lokin og Dinamo minnkaði muninn í blálokin, en Kobbi dæmdi af stakri prýði eða hvað segið þið strákar.

Menn leiksins:Finnur og Hafliði.

Svo bara borga í vikunni strákar og mæta á æfingu á þriðjudag, eigum svo Vatnaliljur í næsta leik sem verður án efa mikill baráttu leikur, en gott sumar framundan strákar, líst vel á þetta!

Kv. #5


Utandeild A riðill - 2.umferð
Mánudagur 18.6.2007
19:00 - Elliði vs Vængir Júpíters - Tungubakkar

18.6
20:30 Vatnaliljur vs Hjörleifur - Tungubakkar

19.6.2007
19:00 - Dinamo Gym80 vs Dufþakur - Tungubakkar

20:30 - Pungmennafélagið Gullan vs Puma - Tungubakkar

19:30Geirfuglar vs Kóngarnir - Ásvellir

miðvikudagur, júní 06, 2007

1.leikur vs Dinamo Gym 80 (Fc Reynir)

Já strákar, fyrsti leikurinn verður ad veruleika á Ásvöllum, leikur hefst kl.19.30 og því mæting kl.18.45. Ég kem með búninga (5 er tekin) og ætlast ég til að menn verdi tilbúnir því Dinamo (Reynismenn fyrrverandi) voru í úrslitakeppninni í fyrra og töpuðu á móti Melsteð eftir ad hafa komist yfir, hmm alveg eins og hjá okkur! Þeir eru með einn markahæsta leikmann (Jeremy Aclipen) deildarinnar i fyrra þannig við verðum ad vera á vardbergi fyrir stungum og gefa þeim lítinn tíma á boltann á midjunni en þetta spjöllum við um á Sunnudag fyrir leik.

1.umferð Utandeildarinnar
10.6.kl.18:00 V.Júpíters / Vatnaliljur Ásvellir
10.6.kl.19:30 Hjörleifur / Dinamo Ásvellir
10.6.kl.21:00 Dufþakur /P.Gullan Ásvellir
10.6.kl.18:00 Puma / Geirfuglar Fram
10.6.kl.19:30 Kóngarni / TLC Fram

Leikmenn sem munu mæta á sunnudag: Valli, Balli, Óli, Finnur, Jói, Rabbi, Ásgeir, Bassi, Helgi Sk. Höddi Gattuso, Freymar, Gauti, Konni, Hafliði. Þessir spila pottþétt eða alls 14. Hinir eru Bjarni G. úti - Úlli úti - Gunni Gísla úti á landi - Eiki kemst ekki - Kolli meiddur en mætir - Jón Skapti meiddur en mætir - Gísli næ ekki i hann einhver med numer? - Gústi ?

Í sambandi við greiðslu, þá hef ég keypt meiri tíma en eftir helgina er í lagi að borga gjaldið en 7000.kall á mann er ekki mikið strákar. Reikningsnúmer er á fyrri póst.

Varðandi æfingar, þá hef ég samið við Formann knattspyrnuráðs að um að lækka kostnað á æfingatíma og tók hann vel í það. En ég þarf að vita ef menn eru tilbúnir að leggja sig í þetta því allt frá því að dæma leiki í til að mynda hjáverk fyrir Þrótt sem myndi taka nokkra klst sem er ekki oft ad gerast gæti þýtt ad við þyrftum ekkert ad borga fyrir tímana á vellinum svo þið sem eruð vel að komnir í dómaramálum, eru velkomnir ad hafa samband við mig því það er mót um helgina sem vantar dómara og þetta er pollamót strákar, easy peasy japenese!! Ég get ekki verið að dæma allan tímann og vinna öll hjáverkin, ég hef nóg annað að gera og því leita ég adeins til ykkar félagana í þessu. Valli - Höddi - Gauti - Konni? - Úlli? - dómarar en hinir í hjáverk?

Allir að staðfesta og ef ég hef gleymt einhverjum, commentið þá hér fyrir neðan komu ykkar,
Lifi Hjörleifur og áfram Hjörleifur, tökum´etta!

föstudagur, júní 01, 2007

Season 2007

Jæja strákar.





Búið er að draga í riðla og lítur hann svona út:


A Riðill TLC - Vatnaliljur - Kóngarnir - PumaFc - Hjörleifur - Elliði - Geirfuglar - Vængir Júpiters - FC Dynamo - Gym 80 -Pungmennafélag Gulla - Dufþakur.





Fyrsta umferð er 10.júní Kl.19.30. Mæting er 18.45 á Ásvöllum og koma með legghlífar, pungbindi og keppnisskapið! FC-Hjörleifur vs FC Dynamo.





Keppnis, félags og æfingagjöld eru 7000.kr á mann.
Valgarður Finnbogason KT:150581-4519 - Reikn.Nr: 0301-13-110193




Borga skal eigi eftir 4.Júní og fundur verður eftir æfingu á þridjudag. Fundarstadur óákveðinn (gervigras??) en allar hugmyndir vel þegnar. Býsna erfidur riðill strákar!!!!!!

Svona er leikmannalistinn eins og stendur:




Jói, Kolli, Úlli, Bassi, Rabbi, Ásgeir, Gústi, Hafliði, Eiki, Auðunn, Bjarni G, Valli, Balli, Óli, Konni, Gauti, Höddi, Jón Skapti, Freymar og að auki hugsanlega 2 frá Audda en Eiki er ?

Láta svo vita í kommenti strákar, verið í bandi ef það er eitthvað fleira.

Ef þið verðið ekki með, þá endiði svona strákar!!