Heimasíða FC Hjörleifs: júlí 2008

sunnudagur, júlí 27, 2008

Smurfs á morgun mánudag

Sælir leikur á morgun mánudag á fjölnisvelli. Mæting 19:40 á móti strumpum. Mætið tímanlega!!!

Vantar markmann hverjir mæta?

þriðjudagur, júlí 22, 2008

Hjörleifur 2 Geirfuglar 3

Synd að við skyldum ekki fá neitt úr þessum leik.

Allavega æfing á fimmtudaginn kl: 21:00 viljum ekki heyra neinar afsakanir, okkur finnst öllum gaman í knattraki bara mæta uppá egilshallarsvæðið kapíss :)

Svo eitt video í lokin

mánudagur, júlí 21, 2008

Leikur á móti toppliðinu

Þá er maður kominn heim frá vestmanneyjum og það er leikur á morgun.

Leikurinn er á morgun þriðjudag á Fjölnisvelli(er það ekki gervigrasið hjá egilshöll?) og mæting 18:15

Eiki, hafliði, andri, Balli, óli, Valli jr og Rabbi mæta. Býst líka við því að Egill mæti þar sem hann og Valli Jr munu sjá um þennan leik.

Þeir sem eru ennþá með treyjur er beðnir um að mæta með þær.

Hverjir fleiri sjá sér fært að mæta?

mánudagur, júlí 14, 2008

Skelfilegt

Sælir,

þetta var skelfilegt að tapa þessum leik 3-0 og eigum við að geta gert mikið betur en þetta.

Staðan í riðlinum er svona:

1. Geirfuglar6 41118:1513

2. Kumho3 30013:49

3. FC Fame5 22111:88

4. Hjörleifur5 22110:88

5. Melsteð6 21312:137

6. Strumpar3 20111:76

7. Nings5 1314:46

8. Puma4 1129:154

9. Elliði4 10310:143

10. Vatnsberar3 0127:91

11. FC Moppa4 0135:131

Við erum ekkert í alslæmum málum en þurfum að fara að gera betur

Næstu leikir:

22. Júl. 19:00 - Hjörleifur-Geirfuglar Fjölnisvöllur (A)

28. Júl. 20:30 - Strumpar-Hjörleifur Fjölnisvöllur (A)

13. Ág. 21:00 - Hjörleifur-Kumho HK-völlur (A)

25. Ág. 21:00 - Elliði-Hjörleifur HK-völlur (A)

31. Ág. 21:00 - Hjörleifur-Puma Ásvellir (A)

Það eru alvöru leikir eftir.

Það er æfing á fimmtudaginn kl: 19:30 hvar?....ákveðum það í commentum

Egill T og Valli jr munu sjá um næsta leik og ætla þeir ekki að hlífa neinum.

Svo að lokum þeir sem eru með treyjur þurfa að koma með þær, mjög áríðandi okkur vantar 6 treyjur í settið!!!!

kv Balli blöðrusmellur

laugardagur, júlí 12, 2008

Melsteð-Hjörleifur Framvöllur (A)

Kemur seint en kemur þó....

leikur á morgun framvelli mæting 17:15 menn væntanlega ferskir þar sem ekkert áfengi verður í kvöld :)

Þar sem við erum dottnir úr bikarnum þá er bara að massa deildina.

Hverjir mæta?

ég, óli bró , óli e mætuim

þriðjudagur, júlí 08, 2008

Borgunarmenn

Sælir,

er að minna ykkur á að greiða gjaldið 8000 krónur upplýsingar um reikningsnr er hér til hægri

Þeir sem hafa greitt eru

Valli jr
Ingó
Úlli
Balli
Óli Örn
Eiki
Hafliði
Egill
Bjarni G
Valli Sr(4000)
Bassi

Þetta gera 84000 Ég pungaði út 128500 með gjaldinu og boltum þannig að drífum okkur í að klára þetta.

Að öðru eru menn eitthvað til í bolta fyrir leikinn á sunnudaginn?
Jafnvel léttan bolta á föstudaginn eða laugardaginn. Gætum hist á gervigrasinu laugardal og farið aðeins yfir föstu leikatriðin, þau er helvíti sterk hjá okkur og gætu verið sterkari ef við fínpússum þau aðeins

föstudagur, júlí 04, 2008

Bikarinn á mánudaginn

Leikur á móti dufþaki á mánudaginn

Mæting 18:50 á ásvelli haukasvæðið

Þurfum markmann þar sem Sindri verður að sóla sig.

Gæinn sem Jón Davíð var að tala um er skráður og verður löglegur. Getur hann mætt?


Ég er annars farinn úr bænum og kem ekki fyrr en á sunnudagskvöld svo verið duglegir að tilkynna ykkur

Balli

þriðjudagur, júlí 01, 2008

Leikur á morgun drengir

Hjörleifur Moppa

Dagur: Miðvikudagur

staður: Fagrilundur

Mæting: 20:15

Hverjir mæta?

Höddi og Óli E mæta ekki