Heimasíða FC Hjörleifs: júlí 2009

föstudagur, júlí 24, 2009

Leikur á sunnudaginn

Sælir piltar,

massa æfing á miðvikudaginn þar sem ungir náðu að hefna fyrir ófarirnar vikuna áður.

Það er leikur á sunnudaginn á móti Fc CCCP
Hann er á ásvöllum hafnarfirði og er mæting kl 18:00 TÍMANLEGA. ALlir verða að muna eftir stuttbuxum sokkum legghlífum og treyjunum sem þeir tóku með sér heim mjög mikilvægt.

Verið duglegir að staðfesta ykkur þar sem ég er á næturvakt fyrir reycup og á erfitt með að bjalla í ykkur á daginn.

Kv Balli

þriðjudagur, júlí 21, 2009

Æfing á miðvikudag

æfing kl 20 á miðvikudag uppí egilshöll

Bjarni schev og höddi mæta....eg er svona 50/50 þar sem ég er að fara að næturvarðast á reycup í kvöld, beint í vinnu í fyrramálið og svo aftur í vörðinn

En ungir hafa harma að hefna eftir síðasta miðvikudag þar sem gamlir jörðuðu þá

þriðjudagur, júlí 14, 2009

Næsta æfing

4-1 sigur á móti hómer. Eiki með 2 Scheving 1 og óli 1. Arfaslakur dómari en rosalega er leiðinlegt þegar við látum það fara í taugarnar á okkur, verðum að sætta okkur við að þeir eiga sína slæmu daga.

Fyrsta markið flott tókum við ekki miðju og 20 sendingar og BÚMM mark? Man ekki eftir að þeir hafi snert hann.

N´sti leikur 26. júlí á móti fc cccp allir sem tóku treyjur heim verða að mæta í þann leik og líka með sokkana og stuttbuxur

Annars æfing á fimmtudaginn kl 19 egilshöll hverjir mæta?

mánudagur, júlí 13, 2009

Leikur á morgun þriðjudag......Hómer

Sælir, það verður leikur á morgun þriðjudag....sorry að þetta kemur svona seint inn drengir

Mæting 21
á Framvöllinn á móti Hómer

Þessi leikur átti upphaflega að fara fram á sunnudaginn 19.júlí en var færður sökum carslbergdeildaráreksturs.

Hverjir mæta kútar?

mánudagur, júlí 06, 2009

Æfing á miðvikudaginn

Minni á hinn fasta æfingatíma á miðvikudaginn kl 21 egilshöll

látið ganga
kv balli